Redda málunum

Skammtíma lausnir duga skamt, eins og að leysa út séreignasparnað,frysta lán eða greiðslujöfnun. Lánin hafa hækkað gífurlega og eru í flestum mörgum tilfellum orðin talsvert hærri en eignirnar.
Þegar svo er komið þá segir það sig sjálft að fólk hættir bara að borga, eignamyndun er og verður engin nema leiðrétting fáist á höfuðstól lána.Ég kaus núverandi ríkisstjórn og bind talsverðar vonir við hana. Mig langar gefa henni eitt ráð og það er að gera eitthvað róttækt fljótlega annars mætir fólkið aftur á austurvöll. Ríkisstjórnin fær ekki marga mánuði til að bjarga heimilunum.
Það er ekki rétt hjá Hrannari að allt sé í himna lagi hjá flestum.

 


mbl.is Aðgerðirnar eru taldar duga flestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það segir sig ekkert sjálft að fólk bara hætti að borga þó skuldin sé orðin hærri en eignin. Skuldin hverfur ekkert þó þú seljir eignina.

Það sem skiptir máli er að borga ef þú mögulega getur því ef þú neyðist til að selja þegar eignaverði er svona lágt þá siturðu uppi með skuldina. Það getum við kallað að innleysa tapið.

Ef þér tekst að halda eigninni með þeirri aðstoð sem er í boði með aðlögun greiðlsu að greiðslugetu eða lengingu lána þá kemur eignin til með að hækka aftur þegar þessum þrengingum lýkur.

Til lengri tíma litið hækkar húsnæðisverð álíka og vísitlalan. Það að húsnæði lækkar núna þegar vísitlan hækkar er leiðrétting á því þegar húsnæði hækkað langt umfram vísitölu. Þetta er erfitt fyrir þá sem keyptu á hápunkti húsnæðisverð og þurfa að selja núna. Ef þeir ná að hanga á eigninni má gera ráð fyrir að innan kanski fimm ára verði húsnæði farið að hækka meira en vísitalan.

Það vitlausasta sem fólk gerir er að hætta að greiða af húsnæðinu ef það á annað borð getur greitt því þeim mun fleiri íbúðir sem koma á markaðinn þeim mun meira lækkar íbúðaverðið.

Landfari, 9.5.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Víglundur Þór Víglundsson

Hvernig veist þú að húsnæðisverð fari að hækka eftir fimm ár? Það veit bara ekki nokkur lifandi maður. Seðlabankinn spáir enn frekari lækkun húsnæðis og þess frekar borgar sig að hætta að borga. Þegar svo bankinn hefur tekið eignina þá er maður gjaldþrota og kominn í ágætis mál. Fær kanski leigt húsnæði hjá bankanum.
Sem betur fer er leigumarkaðurinn orðin það líflegur að það borgar sig að leigja. Sumir bíta eflaust á jaxlinn og þrauka í nokkra mánuði í viðbót ,eða þar til þeir gefast upp.

Víglundur Þór Víglundsson, 9.5.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Skaz

 Landfari, það er mjög mikið af fólki sem er ekki að fara að þrauka út þetta ár, hvað þá 5 ár í bið eftir að ástandið batni. Fólk þarf að ástandið batni á mesta lagi 6 mánuðum helst styttra og mjög, mjög hratt. 

Afhverju? Mjög mikið af þessari hækkun var komin fram fyrir hrun bankanna. Og fólk var sumt að tala um að það væri mjög erfitt að standa í þessum línudansi þá.

Núna 8-9 mánuðum eftir hrun er svipað/verra ástand á mörkuðum og efnahagnum. Og það eru engar batahorfur sjáanlegar né haldbærar. Þó svo að pólitíkusar og Seðlabankamenn segist sjá merki um bata þá eru þau torséð af öðrum og eru ekki að gefa til kynna þann öra bata sem tönnlast hefur verið á að muni eiga sér stað. 

Fólk er búið að sóa sparifé, séreignasparnaði og  í það að reyna bjarga sér "á meðan það versta" gengur yfir. 

Núna er bara að koma í ljós að þetta mun ekki ganga yfir á stuttum tíma. Og að fólk er þá að leggja pening í skuldir sem það smátt og smátt hættir að geta borgað. Það er eðlilegt að fólk fari að velta því fyrir sér, að þegar ríkisstjórnin virðist vera búin að spila út sínu spili sem samanstendur af engu nema að gera aðeins skárra að fara í gjaldþrot hvort að það sé eina leiðin? Að borga þangað til að getan til þess dvínar og fara svo í greiðsluaðlögun og lifa eftir einhverjum skilyrðum dómara um óhóf næstu 20-40 árin þangað til að skuldin er greidd? Sumir eru búnir að framlengja lánin til 70 ára! Sérðu fyrir þér fjölskyldur lifa við greiðslujöfnun og skilyrði hennar næstu 7 áratugi?

Fólk er ekki tilbúið til að lenda í þannig skuldafjötrum fyrir aðgerðir og skuldir annarra. Frekar fara í gjalþrot og þá leiðina. Og byrja þá leið með því að hætta að borga í dag.

Skaz, 10.5.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Landfari

Það eru um það bil 90% landsmana sem hafa vinnu. Einhverjir þeirra hafa lækkað í launum en alls ekki allir. Fyrir þá sem keypt hafa húsnæði og geta borgað af því skiptir ekki máli hvort söluverðið hefur hækkað eða lækkað nema þeir ætli að selja. Það að íbúðaverð hefur lækkað hjálpar þeim frekar en hitt því útgjöldin minnka þegar fasteignagjöldin lækka.

Flestir sem kaupa sér íbúðarhúsnæði eru að fjárfesta til lengri tíma. Að fara að selja núna, eða láta selja ofan af sér ef þeir gætu komist hjá því er mjög óskynsamlegt því verði er mjög lágt. Það er mikið umframframboð af húsnæði núna og verður næstu árin vegna þess að það var byggt svo mikið síðustu ár þegar allir ætluðu að græða á hækkandi fasteignaverði.

Þar sem gera má ráð fyrir að lítið sem ekkert verði byggt á næstunni má gera ráð fyrir að eftirspurn og framboð nálgist hvort annað og þá er sjálfgefið að íbúðaverð verður í samræmi við þá vísitölu sem þá verður því verðlækkunin núna er leiðrétting á því allt of háa verði sem komið var á íbúðir 2007.

Á meðan bygingakostnaður hækkað um 30% hækkaði íbúðaverð um 100%. Það þarf hvorki hagfræiðng né stærðfræðing til að sjá að svona gengi þetta ekki til lengdar. Hluta af þessari umframhækkun má þó rekjatil þess að á árum þar á undan hafði íbúðaverð ekki hækkað eins mikið og vísitalan.

Til lengri tíma litið hækkar húsnæðisverð hliðstætt og vísitalan. Sveiflurnar í íbúðaverði verða hinsvegar alltaf meiri því atvinuástand, lánamöguleikar og lóðaframboð geta haft veruleg áhrif. Stór hluti vístölunnar er hinsvegar reiknaður útfrá húsnæðisverðinu þannig að það er augljós fylgni þarna á milli.

Þið sjíð líka hvað Frjálsi fjárfestingarbankinn gerir. Þeir eru ekki að reyna að selja íbúðir núna sem þeir eignast þegar fólk hættir að borga sem sumir neyðast því miður til að gera. Þeir eiga um 200 íbúðir sem þeir leigja út frekar en selja.

Ef þeir sem geta borgað hætta því auka þeir enn á niðursveifluna í húsnæðisverðinu með enn skelfilegri afleiðingum fyrir þá sem ekki geta borgað. Það að fara bara í gjaldþrot og byrja upp á nýtt er ekkert grín. Þú getur í fyrsta lagi byrjað upp á nýtt eftir tíu ár og sumar skuldirnar losnar maður ekki við því það er hægt að viðhalda kröfunni. Eftir 10 árin fyrnast flestar kröfurnar og þú getur byrjað upp á nýtt en þú verðu áfram með stimpilinn á bakinu.

Það er mikill ábyrgaðrhluti að vera að hvetja fólk til fara út í svoleiðis vitleysu ef það kemst hjá því. Eiginlega meira hneyksli en sú óhæfa sem viðgekkst hjá bönkunum að hvetja fólk til að taka lán til að eignst hluti sem það hafði ekki ráð á.

Landfari, 11.5.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Víglundur Þór Víglundsson

Höfundur

Víglundur Þór Víglundsson
Víglundur Þór Víglundsson
Höfundur er fyrrverandi sjómaður, en er að reyna að fóta sig á þurru landi og gengur bara vel.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Kiddi, Þorgeir og Eiríkur
  • Víglundur, Hörður og Maron
  • Víglundur með nikkuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband